Egg- og ostborgari

 

hamborgari

 Ég held það sé óhætt að segja, og það með sanni, að matur og ég eigi samleið.  Ég veit fátt betra en mat og fátt betra en að borða og það mikið.

 

Hamborgari er aldrei einfaldur, skyndibiti á mínum borðum, heldur vandlega hugsaður gæða matur, blandaður bestu efnum, kryddaður, mótaður, myndaður, eldaður og skreyttur með grænmeti, osti og eggi áður en hann borðaður af bestu lyst.

hráefni (fyrir 4):
400 gr nautahakk
1 egg
4 msk HP sósa eða Worchestersósa
1 laukur (saxaður smátt)
brauðmylsna (handfylli)
salt
pipar

4 sneiðar Ostur
4 egg
2 tómatar
agúrka (sneidd)
jöklasalat

Hráefninu, hakki, eggi, HP-sósu, lauk og brauðmylsnu, blandað vel saman ásamt salti og pipar og látið standa og taka sig inni í ísskáp í u.þ.b hálfa til heila klukkustund áður en því er skipt í fjóra jafna hluta, mótað og pressað og sett á grillið.  Má alveg eins teikja hamborgarann í olíu a pönnu.
Ostur settur ofan á borgarann í lok steikingartímans þar til hann er bráðnaður.
Egg steikt á pönnu. 
Grænmeti og sósur eftir smekk hvers og eins settar á brauðið, borgarinn þar ofan á og loks eggið.

HP sósa er fyrirtaks bragðbætir í ýmsa rétti.  Ég nota hana frekar en aðrar sósur, en það er einungis til minningar um hann pabba minn sem notaði HP-sósu á nánast allan mat, sérstaklega þó fisk.

Ég á forláta hamborgarapressu til að móta og pressa borgarana, gerir þá þéttari og þá um leið auðveldari til steikingar á grillinu, sést fyrir aftan hamborgarann á myndinni.  Ég keypti hana í Duka í Kringlunni, hefur reynst hið mesta þarfaþing.

HP- sósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir alla þessu skammtilegu pósta og girnilegu uppskriftir Inga, en hér er ein spurning:

Þú talar um HP sósu, eru ekki til margar útgáfur af HP sósum?

Ef svo er hvaða tegund ert þú þá að nota?

Hafliði (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:35

2 Smámynd: Inga Helgadóttir

Sæll Hafliði!

Takk fyrir kveðjuna.  Ég er búin að taka mynd af HP-sósu flöskunni og setja inn hjá uppskriftinni.

Kv. Inga

Inga Helgadóttir, 2.4.2010 kl. 12:10

3 identicon

Flott, takk fyrir þetta :)

Hafliði (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband