Kartöflugúllas

Þegar ég fór að rækta kartöflur aftur eftir marga ára hlé, fór ég að leita eftir kartöfluuppskriftum til að geta nýtt þetta merkilega hráefni sem best.  
Þar eru til ótrúlega margar, skemmtilegar uppskrifti þar sem kartöflur eru í öndvegi, kökur og klattar, súpur, meðlæti og aðalréttir, endalausar hugmyndur og tilraunir. 
Þessa uppskrif fann ég í bókinni Matarást, hún er afbragðsgóð, auðvelt að breyta henni og má nota hvort heldur er sem meðlæti eða aðalrétt.

kartöflugúllas


hráefni (fyrir 4):
800 gr kartöflur (soðnar og afhýddar)
1 msk olía
2 laukar (saxaðir)
1 msk paprikuduft
1 paprika græn (fræhreinsuð og skorin í bita)
4 tómatar (afhýddir og saxaðir)
2 dl soð eða vatn
1 msk rauðvínsedik
salt
pipar (nýmalaður)

Kartöflur skornar í bita.  Olían hituð, i potti og laukurinn svitaður í henni þar til hann er glær.
Paprikuduftinu hrært saman við og síðan er paprika, tómatar, soð, edik og krydd sett út í ásamt kartöflunum.  Hrært og látið malla við vægan hita, í 10 mínútur.
Borið fram sem meðlæti með ýmsu kjötmeti, t.d. pylsum, bollum eða steiktu kjöti.
Einnig má brytja pylsur og setja út í og kartöflurnar og bera gúllasið fram sem aðalrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband