Indónesísk karríhrísgrjón með kjúklingi

Einhverju sinni gaf ég bóndanum Wok-pönnu í jólagjöf ásamt uppskriftarbók frá versluninni Nóatún.  Síðan þá höfum við iðulega Wok-rétti á borðum, einkum þó um sumartímann þar sem þessi réttir eru gjarnan léttir.  Í dag eldaði ég Indónesísk karríhrísgrjón með kjúklingi.

 

karríhrísgrjón



hráefni (fyrir 4):
200 gr kjúklingabringur
1 msk hunang
3 msk sojasósa
2 msk karri
1 msk tómatsósa
1 tsk maissterkja (maízenamjöl)
2 stönglar sítrónugras (má sleppa)
1 knippi vorlaukar
1 rauð paprika
2 hvítlauksrif
1 rauð eldpaprika/chili (má sleppa)
4 msk sesamolía (má nota ólívuolíu eða hvaða aðra olíu sem er)
100 gr soðin hrísgrjón

Undirbúningur:
Skolið kjöti í köldu vatni, þerrið það og skerið í mjóar ræmur.
Búið til kryddlög úr hunangi, sojasósu, 1 msk karrí, tómatsósu og maíssterkju.  Blandið saman við kjötið og látið standa í 15 mínútur.
Skolið sítrónugrasið, kljúfið stilkana í tvennt og skerið helmingana síðan í fína hálfhringi.  Hreinsið og skolið vorlaukinn og skerið hann í 1-2 cm stykki.  Hreinsið og skolið paprikuna og skerið í litla teninga.
Hreinsið hvítlaukinn og saxið smátt.  Skolið eldpaprikuna, fjarlægið kjarnana og skerið í mjög fínar ræmur.
Hitið wokpönnuna og hellið olíunni í hana.  Steikið kjötið. Bætið lauk, papriku og sítrónugrasi út í og steikið stuttlega.  Setjið hvítlauk og eldpapriku út í.  Hrærið köldum hrísgrjónunum saman við og steikið í 3 mínútur.  Blandið að lokum afganginum af karríinu vel saman við.

Ég sleppi gjarnan sítrónugrasinu þar sem mér finnst ekki muna svo mikið um það.  Ég sleppi einnig eldpaprikunni (chilíinu) þar sem hún gerir réttinn of sterkan fyrir minn smekk.
Ef menn vilja síður kjöt má nota banana í stað kjúklings.  En þá á einungis að nota helminginn af kryddleginum og steika bananana mjög stutt.
Ég set lítið af kjöti í einu í botninn á pönnunni, steiki það á báðum hliðum og ýti svo upp á hliðarnar þar sem það heldur áfram að eldast, þegar allt kjötið er steikt, set ég allt grænmetið á pönnuna og læt það steikjast smá stund áður en ég blanda hrísgrjónunum saman við.
Margir gætu haldið að 200 gr af kjúklingi sé of lítið en trúið mér það er alveg nóg í þennan rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband