Rabarbara cutney

Þá er það rabarbarauppskeran.  Ef ég á að mæla með einu fram yfir annað varðandi geymslu á rabarbara þá myndi ég segja að hann eigi að geyma rétt eins og berin, skera niður í hæfilega bita, pakka í 250 og/eða 500 gr umbúðir og geyma í frysti, til að taka fram og nota, baka, sjóða niður og sulta, eftir þörfum.

rabarbara cutney

hráefni:
250 gr rabarbari
½ laukur meðalstór (má vera rauðlaukur)
3 cm biti af engifer
4 msk vínedik (hvítvíns eða rauðvíns)
75 g púðursykur
1 tsk salt

nýmalaður pipar
vatn eftir þörfum

Rabarbarinn er skorinn í fremur stóra bita, laukurinn saxaður smátt og engiferinn mjög smátt. Allt sett í pott, ásamt vínedikinu og sykrinum, hitað að suðu og látið malla í um 15 mínútur.  Gott er að bæta vatni við ef þarf svo maukið brenni ekki.  Saltað og piprað eftir smekk hvers og eins. 
Ef á að geyma maukið eða gefa er það sett í hreinsaðar krukkur.

 

Margir setja rúsínur saman við chutneyið, sumir kanilstöng, aðrir epli og döðlur.  Ég hef prófað að setja rúsínur saman við og finnst það mjög gott.  Á eftir að prófa hitt, held að kanilstöngin gæti verið góð sem og epli.  En það er bara um að gera að prófa sig áfram.

Rabarbara chutney er skemmtileg jóla- og tækifærisgjöf til ættingja og vina, það er afbragðs gott með kjöti og góður staðgengill sultunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband