Hratið í marmelaði

Ég vil minna ykkur á efnisyfirlitið hér vinstra megin á síðunni.

Ég er búin að vera að lagfæra eldhúsið mitt, pússa og lakka gólf, lagfæra innréttingu og þess háttar, svo það hefur verið lítið um eldamennsku hjá mér undanfarnar tvær vikur, en nú fer þetta að komast í gang aftur.

Hrat

Á meðan ég var eldhúslaus var ég að velta fyrir mér hvernig nýta mætti hratið af berjum og ávöxtum sem fara í gegnum safapressu, finnst alltaf hálf sárt að sjá þetta fara í ruslið.

Tengdasonur minn, elskulegur, gerði tilraun með hratið, hann tók það og setti í pott ásamt sykri og sauð upp á því þar til hann var kominn með þetta líka fína marmelaði

hráefni:
1 dl hrat af appelsínu, krækiberjum, bláberjum og gulrót eða hverju öðru sem mönnum getur í hug komið
½ dl strásykur (eða annað sætuefni)

Allt sett í lítinn pott og soðið þar til hæfilega þykkt. 
Þetta afbragðs gott og hollt, auk þess að geta verið síbreytilegt með breytilegu hráefni.

Nú er bara að taka hratið, þegar safinn er kominn í glasið, smella í lítinn pott og sjóða til að nota með ristaða brauðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband