Fiskur í fati

Þegar ég vann á Suðurlandsbrautinni fyrir ekki svo margt löngu opnaði þar stór og flott fiskbúð. 
Við stelpurnar áttum það til að skreppa um hverfið í hádeginu, fá okkur að borða og kíkja í búðir og auðvitað fórum við að skoða úrvalið.  Það var afar fjölbreytt og eftir því girnilegt. 
Það eina sem ég gat sett út á var verðið, fannst það fullmikið og auk þess er ég lítið fyrir að kaupa tilbúna rétti sem ég veit ekki hvernig hafa verið handeraðir svo ég ákvað því að velja mér einn rétt, leggja hann á minnið og útbúa þegar heim kæmi. 
Þegar rétturinn var fundinn fékk ég upplýsingar um innihaldið og um kvöldið eldaði ég þennan líka gómsæta fiskirétt.
 

Hráefni:
500 gr saltfiskur
1-2 paprika rauð
1 rauðlaukur
ó
lívur svartar
pipar
annað krydd eftir smekk

Allt hráefnið skorið í grófa bita, nema ólívurnar, sett í eldfast fat, sem búið er að smyrja með olíu, og bakað í 180°C heitum ofni í u.þ.b. 20 mín. 

Síðan þá hef ég endurtekið þessa uppskrift með alls konar breytingum. 
Ég nota oftast ýsu sem megin uppistöðu og nota grænmeti eftir árstíð, skapi og smekk, hef notað gulrætur, rauðar kartöflur, brokkoli- og blómkálshríslur, vorlauk eða hvaða annað grænmeti sem er. 
Ég forsýð rótargrænmeti, gulrætur, rófur og kartöflur til að flýta fyrir. 
Og auðvitað þarf að salta þegar annar fiskur er notaður.
En aðferðin er alltaf sú sama, allt skorið frekar gróft og bakað í ofni.  

fiskur í fati

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband