Sveitakæfa

Eins og ég sagði hér að framan þá fengum við sveitakæfu í stað steikta fisksins á föstudaginn langa.  Ég hvet ykkur eindregið til að skoða upprunalegu uppskriftina ásamt uppskriftina af sósunni hér

sveitakæfa


Þetta var afbragðsgóður matur sem ég á örugglega eftir að prófa aftur.  En þá mun ég gera minni uppskrift, þarf þó að duga í tvær máltíðir og smá afgang.

hráefni (fyrir 2-3):
200 gr svínahakk
125 gr svínalifur
75 gr spekk
50 gr beikon
½ laukur
½ dl haframjöl
1 egg
1 dl rjómi
½ msk hveiti
dreitil koníak (má sleppa)
salt
pipar
timian
1 hvítlauksrif pressað

Kjötkaupmaðurinn (í Melabúðinni) tekur að sér að hakka hráefnið fyrir mig. 
Blandið öllu vel saman nema beikoninu. Setjið í eldfast fat eða álform, og hyljið með beikonræmunum. Bakað við 200-220°C (160-180°C í blástursofni) í vatnsbaði í 1 til 1½ tíma.

Fyrsta máltíðin mun vera heit kæfa, með sveppasósu, sýrðum gúrkum, rauðrófum og rúgbrauði, nákvæmlega eins og sú sem við fengum á föstudaginn langa. 
Önnur máltíðin mun vera kæfan sneidd í hæfilega þykkar sneiðar, steikt á pönnu og borin fram með hrásalati. 
Restina mun ég síðan nota sem álegg á brauð, borið fram með rifsberjahlaupi og súrum gúrkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hve margir centimetrar af vatni?  Seturdu vatnid í bökunarskúffu og köku eda braudformid í skúffuna?  2-3 cm af vatni?

Langar til thess ad prófa thetta.

Forvitinn (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Inga Helgadóttir

Ég set vatn í ofnskúffuna og eldfast fat þar í, ég mæli ekki vatnið, læt það ná rétt upp á eldfasta fatið.
En hér eru ágætis leiðbeiningar um þetta ferli, http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?sw=Vatnsba%C3%B0&action=search&r=1&lid=12.
þar er að vísu talað um að hitinn eigi helst ekki að fara yfir 110 °C, ég bakaði sveitakæfuna við 200°C, eins og segir í uppskriftinni og ég veit af eigin reynslu að það er í lagi að gleyma að setja vatn í súffuna, verður ef til vill önnur áferð en alveg jafn bragðgott.
Gangi þér vel.

Inga Helgadóttir, 8.4.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband