Páskalamb

Á páskadag hef ég alltaf lambalæri að hætti mömmu.  Það þýðir að lærið er steikt svo lengi að það dettur nánast af beinunum og þarf varla að tyggja.  Algjört sælgæti.


lambalæri


hráefni:
2 kg lambalæri
salt
pipar
Lamb Islandia (frá Pottagöldrum)
smjör (til að smyrja steikarpottinn)

Lærið nuddað upp úr salti, pipar og lambakryddinu, sett í smurðan steikapott.  Potturinn settur í 200°C heitan ofninn og lærið eldað í tvo til þrjá tíma.


sósa:
soðið frá kjötinu
sósujafnari, brúnn frá Maixena
rjómi

Soðið frá kjötinu þynnt örlítið með vatni, aðallega til að minnka fitumagnið.  Þykkt með brúnu sósuþykkni frá Maizena.  Rjóma blandað saman við eftir smekk hvers og eins.  Má bragðbæta með Oscar lambakrafti.
Ég vil hafa sósuna einfalda og helst lítið sem ekkert kryddaða umfram það sem kemur í soðinu frá kjötinu.


kartöflur sykurbrúnaðar:
kartöflur
smjör
strásykur

Sjóðið kartöflurnar og afhýðið, setjið í skál með köldu vatni.  Bræðið smjör á pönnu og stráið strásykri yfir áður en smjörið fer að brúnast.  Hrærið af og til þar til sykurinn fer að brúnast, lækkið þá hitann og hrærið vel í, gætið þess að sykurinn brenni ekki.  Þegar sykurinn er hæfilega brúnn að ykkar mati, hellið þá vatninu af kartöflunum og setjið út í sykurinn.  Gætið þess að vatnið á kartöflunum fær sykurinn til að frussa svolítið, svo betra er að standa ekki of nálægt.

Borið fram með grænmeti, sjálf nota ég brokkoli, blómkál og gulrætur með kjötinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst mjög vel á thetta.  Ekki vil ég ad mitt lambalaeri sé hrátt.  Svona á ad steikja laerid....nákvaemlega svona!  Ég nota helling af salti og pipari...thad thar eiginlega ekkert annad krydd.

Forvitinn (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband