Plokkfiskur

Plokkfiskur hefur alltaf verið hluti af mínu daglega lífi, þetta var maturinn sem ég borðaði sem barn og er maturinn sem ég hef á borðum enn í dag, yfirleitt á mánudögum til skiptis við saltfisk og sunnudags afganga. 
Þó ég gefi upp mælieiningar á hráefnið þá fer ég yfirleitt ekki eftir þeim, heldur set smjörklípu í pott og bræði, hræri það í bollu með slatta af hveiti, þynni út með fiskisoðinu frá fisknum og síðan mjólk þar til ég hef fengið mjúka, hæfilega þykka sósu til að setja í fisk og kartöflur. 

Plokkfiskur


hráefni (fyrir 4):
400 gr ýsuflök, roðflett
400 gr. kartöflur, smáar
1 laukur, saxaður
2 dl fiskisoð
2 dl mjólk
1 dl rjómi (má sleppa)
50 gr smjör
40 gr hveiti
salt
pipar

Ég sýð fiskinn í 5-10 mínútur í litlu saltvatni. 
Kartöflur soðnar og afhýddar. 
Smjör brætt í potti, hveiti sett saman við og hrært í bollu, bollan þynnt út smám saman, fyrst með soðinu og síðan mjólkinni.  Þar sem fiskurinn er saltaður við suðu og soðið því salt er ekki sett salt í sósuna, einungis pipar.
Þegar sósan er tilbúin fiskurinn settur saman við ásamt kartöflunum.  Ég hef fiskinn grófskorinn fyrir þá sem vilja hafa hann þannig, hinir geta stappað honum saman við sósuna.  Ef kartöflurnar eru stórar er betra að skera þær í bita, á stærð við smælki.
Laukurinn er saxaður og léttbrúnaður á pönnu, áður en hann er settur saman við sósuna.
Borið fram með seiddu rúgbrauði og smjöri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NAMMI NAMM!!! Thetta er rosalega gott...og einmitt med seiddu rúgbraudi og smjöri!

Nammi namm (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:49

2 identicon

Ég pipra mikid!  NAMMI NAMM!! (hvítur pipar)

Nammi Namm (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband