Ostaskonsur

Þessa uppskrift set ég inn fyrir Þráin Jökul Elísson en hann bað mig um að liðsinna sér við skonsubakstur.
Ég gleymi oft að skoða í gestabókina svo ef ykkur vantar nánari upplýsingar eða aðstoð, sendið mér þá t-póst  á netfangið ingahel@hotmail.com.


skonsur

hráefni:
4 dl hveiti
4 dl heilhveiti
4 msk strásykur
6 tsk lyftiduft
2 dl ostur
1 tsk salt
3 egg
4 dl mjólk
5 msk olía eða bráðið smjör

Aðferð
Þurrefnum blandað saman í skál, bragðsterkur ostur rifinn og blandað saman við. Olía, egg og mjólk hrært saman við uns deigið verður kekkjalaust.  Hafið deigið ekki of þykkt, það má gjarnan renna smá.  
Það má hvort heldur er baka skonsurnar í ofni eða á pönnu. 
Í ofni; setjið deigið á bökunarplötu með skeið og bakið í ofni við 225°C í 15 mín, fylgist með bakstrinum svo kökurnar verði ekki of dökkar.  
Á pönnu; steikið á pönnukökupönnu, sumir baka fyrri hliðina þar til seinni hliðin er nánast þurr og snúa kökunum þá og baka til fulls, ég sný þeim af og til svo ég geti fylgst með að þær verði ekki of dökkar.

Borið fram með marmelaði, osti, grænmeti eða öðru góðgæti.

ostaskonsur

Ég hef eflaust einhverntíma sagt að ég sé ekki mikið fyrir að fara eftir reglum og það gildir með skonsubakstur sem annað. 
Uppskriftin sem ég nota er sambland frá gamalli matreiðslubók sem ég fékk hjá henni tengdsmömmu og allskonar öðrum öðrum uppskriftum sem ég hef fengið hjá vinkonum, úr bókum eða af veraldarvefnum. 
Þetta er frekar stór uppskrift og ég nota báðar aðferðirnar við baksturinn, ofn og pönnu.
Það þarf ekki að blanda hveiti og heilhveiti, má allt eins nota eingöngu hvítt hveiti. 
Ég vil smjör frekar en olíu, um 75 gr af smjöri gera u.þ.b. 5 msk.  
Ég notaði 1 dl af kotasælu og 1 dl af Gouda (sterkum) í þetta sinn. 
Ég set hluta deigsins í smá hrúgu á bökunarpappír á bökunarplötu og svo í ofninn.  Bæti síðan tæpum dl af mjólk við restina og baka á pönnunni, deigið rennur betur ef ég þynni það.
Eins og sjá má á myndum er munur á skonsum úr ofni og af pönnu.  Það er samt ekki hægt að segja að önnur sé betri en hinn, þær eru báðar góðar.  Ég sker ofnbökuðu skonsurnar í sundur og set á þær smjör, ost og marmelaði, en það má alveg borða þær án alls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessar frábaeru skonsur med papriku og osti eda gúrku og osti......hangikjöti og bauna og gulraetusalati  og svo med osti og bláberjasultu eda rabbabarasultu.  Slef!

Drekka te med!!

Forvitinn (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Guð hvað mig hlakkar til að spreyta mig á þessu.

Ottó Marvin Gunnarsson, 19.6.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband