Folaldagúllas

Hrossakjöt er í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki síst fyrir minninguna um niðursoðið hrossabuff þegar ég var smástelpa í foreldrahúsum, en mamma hafði það fyrir sið að sjóða niður kjötið þegar henni áskotnaðist mikið magn af því.

Ef ég fæ hrossakjöt þá kaupi ég það frekar en naut og það gerðist einmitt hér um daginn þegar ég fór að versla í matinn og sá dýrindis folaldagúllas í kjötborðinu, ég stóðst ekki mátið.

 

folaldagúllas

 

 

hráefni:

500 gr folaldagúllas
1 laukar
3 msk olía til steikingar
1 msk paprikuduft
3 gulrætur
4 msk. tómatpúrevatnsaltpipar  

Saxið laukinn og steikið létt á pönnu eða í potti.  Veltið kjötinu upp úr hveiti og bætið því á pönnuna/pottinn ásamt, paprikudufti, salti og pipar.  Þegar kjötið er brúnað hellið þá vatni á pönnuna/pottinn svo fljóti yfir, bætið tómatmaukinu út í ásamt gulrótunum og látið sjóða við vægan hita í tæpa klukkustund.  Jafnið soðið með Maizena hveitijafnara ef þarf.  Borið fram með stöppuðum kartöflum og sultu.


folaldagúllas með mouse

Það er engin rétt leið til að matreiða gúllas, ég á það til að sleppa alfarið tómakraftinum og paprikuduftinu og nota eitthvað annað krydd í staðinn og stundum set ég smá rjóma út í sósuna, það eina sem ég sleppi ekki er að velta kjötinu upp úr hveiti, það gerir sósuna svo góða.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kv. EÓ

Eygló Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband