Ýsubitar með núðlum

Stundum nenni ég ekki að fara í búðir og gríp þá til þess ráðs að nota það sem til er í húsinu.  Í þetta sinn átti ég frosna ýsubita, gulrætur, papriku, rauðlauk og hvítlauk og  ákvað að útbúa eitthvað á Wok pönnuna og hafa fiskinn í orly deigi.

Ýsubitar


hráefni:
2 lítil ýsuflök
1 gulrót
1 paprika
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
olía til steikingar
Núðlur

Orly deig
1 dl hveiti
1 eggjarauða
1 dl vatn
½ tsk lyftiduft (tæplega)
salt (hnífsoddur)

Ýsuflök skorin í bita, gulrótin, paprikan og rauðlaukurinn skorin í strimla, hvítlauksrifinn söxuð smátt.
Hveiti, eggjarauða, vatn, lyftiduft og salt hrært saman, olían sett á pönnuna, fiskbitunum dýft í deigið og sett út í heita feitina, þegar fiskurinn er hæfilega steiktur er hann tekinn upp og lagður á eldhúspappír á meðan grænmetið er sett á pönnuna eitt af öðru og steikt létt.  
Fiskurinn er lagður ofan á grænmetið, lokið sett á pönnuna og látið sjóða í 4-5 mínútur.
Núðlurnar eru settar í sjóðandi vatn og látið sjóða í 5 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta kallast TTÍ matur hjá mér - Tekið Til í Ísskápnum

Sigrún Óskars, 10.10.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband