26.3.2010 | 14:32
Hilux tortilla
Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum, einfaldur, fljótlegur, afbragðs góður og umfram allt ódýr.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að kaupa kökurnar tilbúnar, fylla þær og baka í ofni. En það er ekki mikið mál að baka kökurnar sjálfur.
Tortilla kökur (fyrir fjórar):
3 ½ bolli hveiti (1 bolli = 240 gr)
1 tsk salt
½ tsk lyftiduft
7 msk olía
1 bolli vatn (heitt)
Öllu efninu er blandað saman og það hnoðað í u.þ.b 3 mín. Deigið sett í skál og látið hefa sig í 15 mínútur á meðan verið er að útbúa grænmeti og annað sem á að fara í kökurnar.
Skiptið deiginu í fjóra hluta (hægt að gera fleiri kökur og smærri). Deigið flat út og bakað á pönnu.
Kökurnar eru ekki óáþekkar flatkökum og henta því ágætlega til átu einar sér með smjöri.
Hráefni í fyllingu:
300 gr nautahakk (má nota aðrar tegundir)
1 glas Taco sósa
2-3 stk Tómatar
1 paprika
jöklasalat
laukur, vorlaukur eða púrrulaukur
rifinn ostur (gjarnan afgangsostur úr frysti)
salt
pipar
Hakkið steikt á pönnu, saltað og piprað. Hluti af Taco-sósunni blandað saman við til að binda kjötið.
Grænmetið skorið smátt.
Tortillakökurnar brotnar saman, þær smurðar með helmingnum af Taco sósunni og matnum raðað í, fyrst jöklasalatið, svo tómatar, laukur, paprika og/eða annað grænmeti og loks kjötið.
Rifnum osti stráð yfir.
Kökunum raðað í ofnfast fat, látnar standa frekar en liggja ofan á hver annarri, svo þær verði fallega stökkar.
Sett í 200° heitan ofninn í 5-10 mín eða þar til kökurnar eru orðnar stökkar og ljósbrúnar.
Borið fram með restinni af Taco sósunni, hrásalati og/eða sýrðum rjóma.
Það er alveg sama hvaða kjöt er notað, má allt eins vera kjúklingur í strimlum, svínalund eða annað.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.