Rjómaís

Ég veit fátt betra en ís með rifnu súkkulaði eða bláberjum, sem er náttúrulega bara skrök, því ég veit fátt betra en mat almennt og alltaf, en samt, ís er hluti af því og ég fæ mé oft ís, rjómaís, á kvöldin, með rifnu dökku súkkulaði eða berjum, nema hvorutveggja sé.
Ég nota gamla ísboxið (1 lítri), sem ég fékk í búðinni, það er alveg mátulega stórt. 
Heimagerði ísinn hefur þann megin kost að í honum eru engin aukaefni og ég get ákveðið magnið eftir hendinni, og breytt bragðinu með því að bæta í súkkulaði, appelsínu eða rabarbara, eða öðru, allt eftir því hvernig liggur á mér í það og það skiptið og svo tekur enga stund að búa hann til.

töfrasproti



Hráefni:

2 eggjarauður
2 msk sykur (má vera hunang)
¼ vanillustöng (má vera dropar)
2 ½ dl rjómi


Þeytið rauðurnar og sykurinn vel saman, skafið kornin úr vanillustönginni og setjið saman við.
Þeytið rjómann (ekki stífþeyta).
Setjið allt hráefnið í skál og hrærið saman með sleikju.  Hellið blöndunni í ísboxið, setjið lokið yfir og frystið í 3 klst eða svo.  Þetta magn ætti að fylla rúmlega ¾ af boxinu.

Svona til fróðleiks:
Ég þeyti öll hráefnin í ísinn með pískinum sem fylgdi töfrasprotanum mínum, (sjá mynd) þá er lítið að vaska upp, set hann bara undir rennandi vatn og skola af honum á milli hráefna.  Passa samt að hafa kalt vatn.  Fljótlegt og hentugt.

Ég hef bæði prófað að frysta ísinn beint og bíða þar til hann er tilbúinn og að hræra í á meðan hann er að frjósa. 
Ísinn verður ekkert sérlega fallegur af því að hæra hann, verður svona kurlaður, en það er samt auðveldara að moka honum upp í ísskálina til að borða með rifnu súkkulaði og eða berjum.  Gerist ekki betra.
Til hátíðabrigða er gott að saxa niður Daim súkkulaði og blanda saman við rauðurnar áður en þær eru settar saman við rjómann.
Margir skilja ekki hvíturnar frá rauðunum,heldur þeyta það saman, persónulega finn ég ekki mun á bragði þó eggin séu hrærð í heili lagi saman við sykurinn.

ís




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband