Súkkulaðikonfekt

Þegar ég var búin að sigta berin frá bláberjalíkjörnum var ég með í höndunum hráefni sem bragðaðist dásamlega svo ég ákvað að gera úr þeim einhverskonar sælgæti. 

súkkulaði

Eftir dágóða leit á veraldarvefnum fann ég þessa líka frábæru íslensku uppskrift af súkkulaðikonfekti, bæði í máli og mynd, með Bjarna G. Kristinssyni, matreiðslumeistara.  Ég ákvað að nýta mér hana og útbúa konfekt með líkjörsberjum, þið getið séð myndbandið hér.

Ég minnkaði uppskriftina niður í 300 gr. súkkulaði, 150 ml rjóma og 150 gr smjör, ég notaði 2/3 af súkkulaðinu sem kom út úr hrærunni og fékk úr því 50 konfektmola.  Restina ætla ég að geyma smá og hjúpa svo þegar nær dregur jólum.

Þetta heppnaðist vonum framar, þó eflaust megi setja út á útliði er bragðið alveg dásamlegt, súkkulaðið hreinlega bráðnar í munni manns.

Svona er uppskriftin frá Bjarna, horfið svo endilega á myndbandið, það auðveldar og gefur kjark til að prófa sjálfur:

Hráefni:
500 gr. súkkulaði
250 ml rjómi
250 gr smjör (ósaltað)
Krydd að eigin vali eða vínskvetta

Aðferð:
Bræðið súkkulaðið þar til það er rúmlega heitara en meðal heiti pottur, sjóðið upp á rjómanum með kryddi að eigin vali til dæmis vanillu, kanil, stjörnuanís eða te.
Hellið rjómanum rólega út í súkkulaðið og vinnið með sleif eða pískara greiðlega til að binda fituna og þurrefnin, þegar fallegur gljái er kominn á súkkulaðið er smjörinu hrært í litlum bitum saman við og passið að hitinn á súkkulaðinu verður að vera það heitur að smjörið bráðni saman við annars gæti grunnurinn skilið (þá er bara bætt smá rjóma og hrært vel yfir vatnsbaði)

konfekt



« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband