29.3.2010 | 14:00
Ofnbakaður kjúklingur & 40 hvítlauksrif
Ég hélt í fyrstu að 40 hvítlauksrif væru mistök en þegar svo reyndist ekki hélt ég það væri óþarfa fjöldi. En trúið mér þau mættu vera fleiri.
Ég hvet ykkur til að skoða síðuna hans Ragnars hann er nákvæmari í sinni framsetningu og er með hugmyndir um meðlæti sem vert er að skoða.
Þetta er alveg óheyrilega góður réttur.
hráefni:
heill kjúklingur
½ laukur
½ sítróna
rósmarín
timian (ferskt)
salt
pipar
jómfrúarolía
kjúklingasoð
40 hvítlauksrif
Athugið kjúklingurinn þarf um 30 mínútur lengri tíma en hvítlaukurinn.
Kjúklingurinn er hreinsaður og þurrkaður.
Smávegis af jómfrúarolíu sett í grindarholdið, salt, pipar, hálfur laukur, hálf sítróna, smávegis af rósmaríni og timian.
Kjúklingurinn er nuddaður upp úr jómfrúarolíu og síðan saltaður rækilega og pipraður vel.
Handfylli af fersku timian er sáldrað yfir fuglinn og hann settur inn í ofn 180° C heitan. Þegar 20-30 mínútur eru liðnar þá er hvítlauknum settur í eldfasta mótið með fuglinum og rétturinn bakaður áfram í um klukkustund eða þar til að hann er tilbúinn.
Þá er fuglinn tekinn úr ofninum og hann lagður til hliðar á meðan sósan er undirbúin.
Rétt áður en kjúklingurinn er tekinn úr ofninum er hálfur lítri af kjúklingasoði útbúið í potti.
Kjúklingurinn er færður á disk og kjúklingasoðinu hellt í skúffuna og soðið upp á því. Sósan er smökkuð til og söltuð og pipruð eftir smekk. Hún er svo soðinn niður í um 10 mínútur á meðan kjúklingurinn jafnar sig.
Borið fram með salati að eigin smekk.
Athugið, hvítlaukurinn er hafður í hvíta pappírskennda hýðinu sem er utan um hann. Hvítlaukur sem er bakaður á þennan hátt verður sætur á bragðið og minnir svolítið á karamellu.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.