Svínakótelettur með tómötum, lauk og eplum

Þessa uppskrift eignaðist ég fyrir meira en 40 árum, þá aðeins tuttugu ára, nýgift, búsett í Danmörku, og kunni ekkert að elda.  
Ég var svo lánsöm að hafa slátrara í hverfinu, sem sagði mér til um hvað ég ætti að hafa í matinn, hvaða hráefni ég þyrfti og hvernig ég ætti að matreiða það.  Þessi uppskrift er frá honum og er hún afar vinsæl á mínu heimili.


Svínakótelettur

hráefni (fyrir 4):
4 svínakótelettur
4 laukar (litlir)
1 dós Tómatar heilir
4 epli gul eða græn
sojasósa
smjör
salt
pipar

Kóteletturnar kryddaðar með salti og pipar og brúnaðar í smjöri á pönnu.  Settar í eldfast fat. 
Eplin þvegin og kjarnahreinsuð og sett í fatið. 
Suðan látin koma upp á lauknum og hann settur í fatið með kjötinu. 
Tómatarnir teknir úr dósinni og settir ofan á kóteletturnar.  Safanum af tómötunum helt út á pönnuna ásamt sojasósu, látið sjóða smá stund á pönnunni, örlitlu vatni bætt við ef þarf, og síðan helt yfir matinn í fatinu. 
Fatið sett í ofninn og bakað við 200°C í 35 mín.  Borið fram með hrísgrjónum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband