12.4.2010 | 09:30
Silungaklattar
Einhvers staðar heyrði ég að þessi uppskrift væri fyrir forrétt og ég get vel trúað því, get hæglega séð einn lítinn siluga-, laxa- eða humarklatta fyrir mér, á litlum diski með smá sósu yfir, sem bragðbætir fyrir aðalrétt.
Ég hef hinsvegar valið að hafa þetta sem aðalrétt, og þá eru margir, ekki of litlir klattar á diski með hrásalati og léttri sósu. Afar bragðgott og vinsælt.
hráefni (fyrir 4):
250 300 gr silungur
1 msk sítrónubörkur rifinn
3 egg slegin saman
¾ bolli (1½ dl) hveiti
1 tsk lyftiduft
3-4 msk hrein jógúrt
1 bolli (1-2 dl) vorlaukur
sýrður rjómi
Silungurinn skorinn í teninga og geymdur í ískáp.
Sítrónubörkur, egg, hveiti, lyftiduft og jógúrt blandað vel saman.
Silungurinn og vorlaukurinn settur saman við rétt fyrir steikingu.
Steikt í smjöri eða olíu á pönnu.
Borið fram hrísgrjónum, hrásalati og sýrðum rjóma.
Hægt að nota hvaða fisktegund sem er, lax, humar eða annað, sem og grænmeti.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.