10.6.2010 | 14:02
Tómat karríréttur - Karlamatur
Þetta er einn af þeim réttum sem eru sívinsælir á mínu heimili. Ég fann uppskrifitna í bæklingi sem ég hirti úti í búð, þar heitir hann Tómat karríréttur en á mínu heimili fékk hann heitið Karlamatur.
Ég nota 4 bita af lambaframhrygg með beini í þennan rétt, þar sem beinin gefa aukin kraft í sósuna og karrímaukið sem ég nota heitir Mild Curry Paste frá Raja..
Þetta er kraftmikill og góður réttur sem hentar vel á köldum dögum, eða þegar mann vantar smá kraft í kroppinn.
hráefni (fyrir4):
7-800 gr beinlaust lambakjöt, t.d. læri eða framhryggur
2 msk olía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
3 msk rautt indversk karrímauk (einnig má nota 2 msk karríduft)
salt
1 dós tómatar, grófsaxaðir
1 rauð og 1 græn paprika, fræhreinsaðar og skornar í bita
150 ml kókosmjólk
Kjöbitarnir eru skornir í tvennt. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henna í nokkrar mínútur. Hvítlauki og engifer bætt út í og steikt í u.þ.b. 2 mínútur til viðbótar. Þá er karrímauki og salti bætt saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært í á meðan. Kjötið sett út í og hrært vel. Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann lækkaður aftur og látið malla í 10-15 mínútur. Þá er paprika og kókosmjólk hrært saman við, lok sett á pottinn og látið malla við vægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolítið vatni bætt við ef uppgufun verður mikil svo sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum og salati.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
Thetta er örugglega rosalega gott. Skemmtileg og gód mynd af thessum gaeda hráefnum. Nammi namm!. Alltaf mjög gaman ad lesa alla thína pistla. Takk takk takk.
Forvitinn (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.