Rabarbarabaka með jarðaberjum

Fór í veislu þar sem éftirrétturinn var baka fyllt með rabarbara og jarðaberjum.  Afskaplega gott.  Skráði niður uppskriftina til að geta sett hana hér inn.

baka

fylling:
800 gr rabarbari
500 gr hindber (frosin) eða jarðaber
60-80 gr púðursykur

mulningur:
100 gr möndlur (malaðar)
100 gr hveiti
80 gr strásykur
100 gr smjör
½ tsk kanill
Allt hráefnið mulið saman og því dreift yfir fyllinguna. 
Bakað í ofni við 180°C í 40 mín.

Ef berin og/eða rabarbarinn eru frosin þá er um tvennt að velja, annarsvegar að láta þau þiðna fyrir bakstur svo hægt sé að fjarlægja sem mest af vökvanum sem kemur frá þeim og hins vegar að setja þau frosin í bökuna og þá lengja baksturstímann.
Mér finnast jarðaber betri en hindber svo ég nota þau.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Girnileg uppskrift

María E. Ingvadóttir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:16

2 identicon

gerði svipaða uppskrift úr nýjasta gestgjafa og skipti þar út möndlum fyrir gróft hafamjöl, ofboðslega gott hlakka til að prufa þessa

vala rós (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 13:37

3 identicon

.

inga (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:09

4 identicon

Rabbarbarabaka

inga (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband