16.9.2011 | 11:00
Kartöflur, nýjar, beint úr garðinum
Þá er aftur komið að kartöflunum. Þær eru fallegar í ár, ekki miklar í magni, en af öllum stærðum og gerðum, hvítar, rauðar og bláar, eitthvað af smælki til að nota í snakk, meðalstórar til að hafa með mat og stórar til að geyma í bakstur.
Þetta árið ætla ég ekki að taka þær allar upp í einu, heldur jafnóðum, eftir hendinni, í matinn hverju sinni og geyma rest í moldinni á meðan ekki frýs á þær.
Ég ætla ekki að setja inn kartöfluuppskriftir í þetta sinn, enda hefur mér yfirleitt reynst best að sjóða þær, steikja eða baka, sem meðlæti með fiski og kjöti og sjóða smælkið sér og strá yfir það salti og smjöri og borða eins og snakk.
Ég á það nú samt til að nota þær sem sjálfstæða máltíð í brauði og eða sem kartöflugúllas. Uppskriftin af gúllasinu er þegar komin inn á síðuna, þið getið nálgast hana hér.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.