Bláberja allskonar

bláberjarunni

Ţá eru ţađ bláberin.  Ég vil helst gera sem minnst viđ bláberin til ađ byrja međ, lćt nćgja ađ lausfrysta ţau og nota svo eftir hendinni í heilsudrykki, út á skyr, međ ís, í bökur og ađrar kökur og međ ýmsum kjötréttum.  Sultur og saftir geri ég svo bara eftir hendinni.

Ţetta áriđ ákvađ ég hins vegar ađ eiga bláberjalíkjör um jólin, svo nú var tíminn til ađ leggja í hann. 
Mér finnst gaman ađ leggja í bláberjalíkjör, ţetta er afar einfalt og fljótlegt.  Ég geri einungis eina lögun ţar sem ég tími ekki ađ nota meira af berjunum í víngerđ.

bláberjalíkjör

Bláberjalíkjör

Mađur fyllir hreina krukku af bláberjum, hellir sykri yfir eins mikiđ og kemst í krukkuna, fyllir hana svo međ vodka og setur lokiđ á. 

Ţađ ţarf ađ hrista krukkuna annađ slagiđ fram í desember.  Ţá er vökvinn síađur yfir í fallega flösku.
Einfaldara getur ţađ varla veriđ.


Bláberjasulta og mauk eru einnig mjög einföld í framkvćmd.  Ég set hérna nokkrar uppskriftir af sultu og mauki.

ađalbláber


Bláberjasulta

500 g bláber
2-3 tsk sítrónusafi
300 gr sultusykur međ pektíni

Berin sođin í potti ásamt sykrinum í 15-20 mínútur.  Hrćrt mjög létt og lítiđ til ađ kremja berin ekki um of. Sett í krukkur og lokađ strax.


Kryddsulta

200 gr bláber
1 tsk sítrónusafi
1/4 tsk malađur negull
1/2 tsk kanill
4 msk agavesíróp

Maukiđ bláberin í matvinnsluvél eđa blandara í nokkrar sekúndur. Sjóđiđ öll berin í litlum potti ásamt sítrónusafanum, kryddinu og agave-sírópinu.

Látiđ bullsjóđa í nokkrar mínútur og hrćriđ vel í á međan. Helliđ í krukku.
Kryddsulta geymist ekki lengi, kannski í rúma viku eđa svo.  Hún hentar ţví vel til ađ gera í litlu magni og nota viđ sérstök tćkifćri, jól og ţess háttar.



Bláberjahlaup

1 lítri bláberjasafi
1 kg sykur – ef notuđ eru frosin ber ţá sultusykur međ pektíni
safi úr 1 sítrónu

Útbúiđ fyrst bláberjasafa, setjiđ bláber í víđan pott ásamt svolitlu af vatni, ľ vatn fyrir hver kíló af berjum.  Látiđ krauma viđ vćgan hita ţar til öll berin eru sprungin. 
Sigtiđ í gegnum klút. 
Setjiđ bláberjasafann í pott og látiđ sjóđa í 15 mínútur.  Bćtiđ sítrónusafanum út í. 
Takiđ pottinn af hellunni og hrćriđ sykrinum saman viđ, hrćriđ ţar til sykurinn er uppleystur.  Helliđ í hreinar krukkur og lokiđ strax.


Svo er bara ađ vera óhrćddur viđ tilraunir, nota krydd og kannski smá whisky lögg, gott sherry tár eđa ţađ sem ykkur hugnast best. Ţiđ skuluđ í ţađ minnsta sníđa til bökunarpappír, vćttan í bragđgóđu víni og leggja ofan á sultuna.  Fyrsta og efsta lagiđ verđur alveg dásamleg á bragđiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

kryddsulta - frábćr hugmynd

Sigrún Óskars, 24.9.2011 kl. 19:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband