Ís með appelsínusafa

Fyrst ég er að deila með ykkur uppskriftinni af heimilisísnum þá ætla ég að bæta við uppskrift af dásamlegum appelsínuís.  Hann er nánast alveg eins og rjómaísinn nema ég sleppi eggjahvítunum og set appelsínu- og sítrónusafa í þeirra stað.  Í þetta sinn skipti ég strásykrinum út fyrir hunang, mér finnst ísinn verða mýkri við hunangið.

appelsínuís

Hráefni
:

2 eggjarauður
1 ½ msk hunang
safi úr einni appelsínu
1 msk sítrónusafi
¼ vanillustöng (má vera dropar)
2 ½ dl rjómi

Þeytið rauðurnar og sykurinn vel saman, skafið kornin úr vanillustönginni og setjið saman við. Bætið appelsínusafanum og sítrónusafanum saman við eggjahræruna.  Þeytið rjómann.
Blandið eggjahrærunni varlega saman við rjómann og hrærið í með sleikju
Hellið blöndunni í ísboxið, setjið lokið yfir og frystið í 3 klst eða svo.  Þetta magn ætti að fylla rúmlega ¾ af boxinu.  Hrærið kannski tvisvar eða þrisvar sinnum í blöndunni á meðan hún er að byrja að frjósa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband