Svínakótelettur með fetaosti og kúrbít

Ekki man ég hvar ég fékk þessa uppskrift, yfirleitt gúgla ég þegar ég er að leita að einhverju nýju til að elda og stundum finn ég eina eða tvær uppskriftir sem ég síðan blanda saman í eina eða breyti eftir mínu höfði.

En hvaðan sem hún kemur þá er þessi uppskrift er mjög góð og alveg tilvalin að nota þega svínakjötið er á útsölu.

hráefni:
1/2 kúrbítur
4 svínakótelettur
matarolía til að steikja upp úr
salt og pipar
125 gr fetaostur
1-2 hvítlauksrif (ég nota amk 2-3)
1 dl sýrður rjómi
1 tsk basilíkukrydd

Rífið kúrbítinn gróft, stráið salti yfir og látið standa í 10 mínútur. Steikið kóteletturnar í olíu, á vel heitri pönnu, kryddið með salti og pipar og raðið í eldfast mót.
Myljið fetaostinn með gaffli, merjið hvítlauksrifin og hrærið saman við fetaostinn ásamt sýrðum rjóma.  Kreistið vatnið úr kúrbítnum og hrærið hann saman við ásamt basilíku.
Dreifið ostablöndunni yfir kóteletturnar og bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur.

Berið fram með grænmeti, t.d soðnu brokkoli, blómkáli og gulrótum eða fersku salati og kartöflum.

Svínakótilettur með kúrbít


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband