Kornbrauð

Eina brauðið sem ég baka er Kornbrauð.  Ég fékk fyrstu uppskriftina af því senda frá frænku minni, síðar sá ég hana í uppskriftabók Hagkaups og reyndar víða á veraldarvefnum.

hráefni:
5 dl speltmjöl
1 dl fjölkornablanda
3 tsk lyftiduft
½ - 1 tsk salt
1 ½ - 2 dl ab-mjólk
1 ½ - 2 dl. sjóðandi heitt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál.  Hellið vökvanum út í og blandið varlega saman.  Á þessu stigi má setja ýmislegt fleira saman við brauðdeigið, eins og sólþurrkaða tómata, gulrætur, hvítlauk eða kryddjurtir.  Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mín. við 200°C.


Þetta er auðveldasta og besta brauð sem ég hef baka, held að sjóðandi vatnið geri útslagið.  Deigið er létt í meðförum og þarf ekki hrærivél til að hræra það, sjálf nota ég gaffal til verksins.

Það má nota nánast hvaða mjöl sem er, speltmjöl eitt og sér, blöndu af speltmjöli og hveiti, eða hveiti eitt og sér.  Ég nota það sem til er í skápunum hjá mér hverju sinni og í þetta sinn átti ég afgang af speltmjöli, 2 dl. og blandaði það með 3 dl af hveiti.  Mér finnst speltmjölið samt best bæði hvað varðar gæði og útlit.
Sumir velja að nota vínsteinslyftiduft, ég nota venjulegt lyftiduft.

Í stað fjölkornablöndu má nota sólblómafræ, sesamfræ eða kókosmjöl, nú eða bara búa til sína eigin blöndu. Ég nota fjölkornablöndu frá Líf, bara fyrir kúmenið, en stundum nota ég þriggja korna blöndu fyrir þá sem vilja ekki kúmen.

Stærðin á kökuforminu sem ég nota fyrir þessa uppskrift er, lengd 18 cm, breidd 8 cm og hæð 7 cm.

Kornbrauð



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband