16.4.2010 | 11:08
Pizza - Flatbaka
Pizza er afar vinsæll matur á mínu heimili og ég hef þær alltaf frekar matarmiklar. Við skiptum deiginu alltaf í tvennt og gerum tvær pizzur aðra með hakki og hina pepperoni ásamt öðru góðgæti.
pizzadeig:
2 ½ dl vatn (volgt)
1 bréf þurrger = 2½ tsk = um 15 gr
2 msk olía
7-8 dl hveiti (byrja á 7 dl og bæta við ef þarf)
Gerið leyst upp í vatninu.
Matarolíu og hveiti blandað saman við og hnoðað vel.
Látið lyta sér eða hefast í 20-30 mín, á hlýjum stað. Gott er að breiða viskastykki eða annan klút yfir skálina á meðan deigið er að lyfta sér.
Þegar deigið er fullhefað er það hnoðað aftur og flatt út á bökunarpappír.
Kantar smurðir með olíu.
¼ dós tómarpúrre
2 msk tómatsósa
1 msk soyasósa
hvítlaukur eftir smekk (ég nota 2-3 rif)
pizzakrydd eftir smekk
pizza-ofanálegg:
250 gr nautahakk
1 bréf peppeproni
1 laukur
1 paprika
½ box (250 gr) sveppir
3-4 tómatar
1 pk rifinn ostur
Bakist við 200°C í u.þ.b. 20 mín.
Ég hef aðra pizzuna með hakki og hina með pepperoni. Laukurinn er saxaður, paprikan skorin smátt, sveppirnir skornir í sneiðar og tómatarnir í litla bita, þessu dreifi ég svo á báða pizzubotnana.
Ef ég á afganga af osti þá ríf ég þá niður, annars kaupi ég rifinn ost. Báðar pizzurnar eru kryddaðar með einhverju kryddi, gjarnan frá pottagöldrum, ef ég á pizzakrydd þá nota ég það, annars finn ég eitthvað sem ég held að henti.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
mbl
aes (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.