Mozzarella brauð

Stundum nenni ég ekki að elda mat og þá meina ég kjöt eða fisk og kartöflur með ýmsu meðlæti, útbý í þess stað brauð í ofni.  Einfalt, fljótlegt og gott.
Það skiptir ekki öllu máli hvaða brauð er notað, nota gjarnan venjulegt samlokubrauð.
Ég set ost á tvær sneiðar og legg þær síðan saman með ost ofan á og á milli.

Mozzarellabraud


hráefni
(fyrir 4):
4 brauðsneiðar ca. 2 cm þykkar
4 msk ólífuolía
1 hvítlauksrif
2 Mozzarella-kúlur, skornar í þunnar sneiðar
kínakál
jöklasalat
2 msk ólífuolía fyrir salatið
½  krukka kirsuberjatómatar í ólífuolíu skornir í tvennt
½  askja af ferskum kirsuberjatómötum, skornir í fjóra hluta
balsamgljái
salt
pipar nýmalaður  

Hitið ofninn í 200°C. Hellið ½ msk af ólífuolíu á hvert brauð og nuddið hvítlauknum ofan í brauðið. Grillið brauðið í tæplega 5 mínútur.
Raðið mozzarella-ostinum ofan á brauðið og setjið það aftur inn í ofninn og grillið þar til osturinn er bráðnaður.
Veltið kínakálinu og jöklasalatinu upp úr ólífuolíunni og setjið það á fjóra diska.
Raðið brauðsneiðunum ofan á og skiptið tómötunum jafnt á milli diskanna.
Sprautið u.þ.b. 1 msk af balsamgljáa yfir hvern rétt og kryddið með salti og pipar.

Ég á ekki alltaf balsamgljáa og sleppi honum því iðulega.  Það má allt eins nota venjulega tómata í stað kirsuberjatómata.  Svo er bara um að gera að skipta út hráefninu og prófa eitthvað alveg nýtt.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glaesilegt!  Ekki bara ertu hörkukokkur...thú ert meistara ljósmyndari.  Nammi namm!

Forvitinn (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Inga Helgadóttir

Takk fyrir það Forvitin.

Inga Helgadóttir, 17.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband