18.1.2011 | 12:56
Hvítlauksgras
Þegar græn grös eru farin að vaxa upp af hvítlauksgeirunum í ísskápnum er um að gera að stinga þeim annað hvort í vatn eða beint í mold og leyfa þeim vaxa. Grösin eru fyrirtaks krydd, klippið grösin eftir þörfum, saxið smátt og setjið út í ýmsa rétti. Grasið er bragðmikið, sambland af hvítlauk og venjulegum gulum lauk.
Svona til frekari fróðleiks:
Ef ég set hvítlauksrifið í vatn þá er nóg að setja rótarkerfi ofan í vatnið. Ég nota gjarnan lítið glas til þessa og gæti þess að vatnið þorni ekki upp. Þegar ég sting því í mold þá læt ég það alveg ofan í moldina, þannig að einungis grasið stendur upp úr og vökva reglulega.
það er einnig hægt að rækta nýjan hvítlauk með því að setja rif í mold, það tekur að vísu drjúgan tíma fyrir nýjan lauk að myndast og þar sem ég er frekar óþolinmóð þá hef ég hingað til látið grösin nægja.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 19.1.2011 kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
stingur maður öllum lauknum í mold eða í vatn?
mér finnst einmitt þetta gras svo gott !!
Sigrún Óskars, 19.1.2011 kl. 17:59
Ef ég set þá í vatn þá er nóg að hafa rótarkerfið ofan í vatninu. Þegar ég hins vegar sting þeim í mold þá læt ég þá alveg niður, einungis grasið stendur upp úr. það er líka hægt að rækta nýjan hvítlauk með því að setja rif í mold, það tekur að vísu drjúgan tíma fyrir nýjan lauk að myndast og þar sem ég er frekar óþolinmóð þá hef ég hingað til látið grösin nægja.
Inga Helgadóttir, 19.1.2011 kl. 18:57
xxxxxx
Albert Már (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.