Plöntur og spírur

Þá er vorið framundan og tími til að huga að næstu uppskeru, einkum það sem rækta á innan dyra í gluggakistum og á svölum, s.s. tómataplöntur, paprikuplöntur og ýmiskonar fræspírur.

tómatarækt


Það er lítill vandi að sækja sér tómatplöntufræ í íslensku tómatana, kirsuberjatómatarnir eru besti, fyrst og fremst vegna stærðarinnar og hversu auðvelt er að rækta þá í gluggakistu, það sama á við um paprikuna.  Maður tekur úr þeim fræin, kemur þeim fyrir í lítilli skál með botnfylli af vatni og leyfir fræjunum síðan að spíra vel áður en maður flytur þau í smápotta til ræktunar.
Efri smámyndin af fræjunum hér fyrir ofan sýnir fræ úr kirsuberjatómötum og neðri myndin fræ úr venjulegum, íslenskum tómötum.

Það er betra að hafa lítið vatn svo fræin fái nýtt vatn daglega, nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmagninu og gæta þess að vatnið gufi ekki allt upp.

sinnepspírur


Myndin hér fyrir ofan sýnir spírur af sinnepsfræi, þær bragðast ekkert líkt sinnepi en eru engu að síður bragðgóðar. 
Spírur eru ekki einungis góðar í salatið eða einar sér heldur geta þær einnig verið uppfullar af steinefnum. Þannig eru sesamfræ  auðug af kalki, magnesíum, járni, zinki, B1-vítamíni, kopar og mangani.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Getur maður ræktað papriku bara úti í glugga? 

Ég hef ræktað tómata í glugganum, sem er ekkert mál og það besta við það er að það voru engar flugur í húsinu - eitthvað í plöntunni sem fælir þær frá.

Sigrún Óskars, 3.4.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband