Ciabatta samloka

Stundum langar manni að breyta til og nota eitthvað annað í stað kartaflna eða pasta þá er tilvalið að skella í eina Ciabatta samloku.  Það eru til margar ágæta uppskriftir af Ciabatta brauði en ég kaupi það bara tilbúið úti hjá mínum kaupmanni eða í bakaríinu.

Ciabatta


Hráefni:

2 stk Ciabatta brauð
1 svínalund
beikon
sinnepssósa
rifinn ostur
smjör
olía
salt
pipar
timian
rósmarin


Ég sker lundina niður í lítil stykki sem ég flet út með kjöthamri, krydda með salti, pipar, timían og rósmarin og brúna síðan á pönnu í smjöri og olíu.
Kryddið má alveg vera hvað sem er, eftir smekk hvers og eins.

Á meðan svínalundin er að brúnast, steiki ég beikonið á annarri pönnu.

Þegar hráefnið er tilbúið sker ég brauðið í tvo helminga, smyr helmingana með sinnepssósu, raða svínalundinni ofan á neðri helminginn og svo beikoninu ofan lundina, strái osti yfir og set í 180°C heitan ofninn 5 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn gullinn.

Borið fram með sinnepssósu eða þeirri sósu sem ykkur hugnast best.

Ciabatta samloka


Svona til fróðleiks, ég hef prófað önnur hráefni í Ciabatta brauðið og það virðist vera alveg sama hvað mér dettur í hug, það er alltaf jafn gott.

Besta útfærslan sem ég hef fengið af þessu brauði er samt svona;
Ciabatta brauð smurt með sinnepssósu, nauthakk brúnað á pönnu og kryddað að smekk hvers og eins, hakkið sett ofan á brauðið, vel úti látið, laukur saxaður og settur ofan á hakkið og sveppir brúnaðir í smjöri settir ofan á laukinn, osti stráð yfir allt, brauðinu lokað og smá osti stráð ofan á brauðið og bakað eins og fyrr segir.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband