29.6.2011 | 13:47
Rabarbarakaka Grétu
Þetta er ein sú allra besta rabarbarakaka sem ég hef smakkað svo ég verð hreinlega að deila henni með ykkur.
80-100 gr smjör
150-200 gr sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
150 gr . hveiti
2. tsk. lyftiduft
1/8 tsk salt
1 ¼ dl mjólk
3 msk smjör
2 dl púðursykur
2 bollar smátt skorinn rabarbari
Bræðið 3 msk af smjöri í kökumótinu, jafnið 2 dl af púðursykur í mótið og þar yfir 2 bollum af smátt skornum rabarbara.
Hrærið smjör og sykur þangað til það er létt og ljóst. Setjið eggið saman við, ½ í einu, og hrærið vel.
Hveiti og lyftiduft sett út í eggjahræruna ásamt mjólkinni og vanilludropunum.
Deiginu helt yfir rabarbarann í mótinu. Bakað við meðalhita (180°C) í 40-50 mín.
Hvolft á grind og látið bíða í 2-3 mín. Borið fram með þeyttum rjóma.
Rabarbarakaka á hvolfi
80-100 gr smjör
150-200 gr sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
150 gr . hveiti
2. tsk. lyftiduft
1/8 tsk salt
1 ¼ dl mjólk
3 msk smjör
2 dl púðursykur
2 bollar smátt skorinn rabarbari
Bræðið 3 msk af smjöri í kökumótinu, jafnið 2 dl af púðursykur í mótið og þar yfir 2 bollum af smátt skornum rabarbara.
Hrærið smjör og sykur þangað til það er létt og ljóst. Setjið eggið saman við, ½ í einu, og hrærið vel.
Hveiti og lyftiduft sett út í eggjahræruna ásamt mjólkinni og vanilludropunum.
Deiginu helt yfir rabarbarann í mótinu. Bakað við meðalhita (180°C) í 40-50 mín.
Hvolft á grind og látið bíða í 2-3 mín. Borið fram með þeyttum rjóma.
Það má auðveldlega skipta rabarbaranum út fyrir aðra ávexti, nýja, niðursoðna eða þurrkaða. Þurrkaða ávexti þarf að bleyta upp í fyrst og sykurmagninu þarf að breyta eftir tegund ávaxta.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og takk fyrir að deila henni þessari sem verður spennandi að prufa.
Anna, 3.7.2011 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.